Sunnudaginn 12. febrúar næstkomandi verður árlegt brennómót yngri deilda í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK haldið kl. 13-16 í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda (Valsheimilinu við Öskjuhlíð).

Krakkar á aldrinum 9-12 ára úr fjölmörgum æskulýðsdeildum KFUM og KFUK á Íslandi koma þar saman og eiga skemmtilega stund, spila brennó, njóta léttra veitinga og skemmta sér saman.

Verð er 500 krónur á hvern þátttakanda í mótinu. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína í deildastarfinu (hvert barn í sinni deild) í þessari viku (6.-10. febrúar).

Hlökkum til að sjá sem flesta krakka í brennófjöri á sunnudaginn!