Næsta þriðjudagskvöld, þann 7. febrúar 2012 verður  fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUK, kl.20, í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28.

Á fundinum mun Halla Jónsdóttir leiða biblíulestur.

Biblíulestrar hafa verið á dagskrá á fundum A D KFUK einu sinni í mánuði og hafa verið vel sóttir. Sigrún Gísladóttir stjórnar fundinum.

Á boðstólnum eftir fundinn verður að venju kaffi og meðlæti. Allar konur eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að njóta uppbyggilegrar stundar í góðum félagsskap.

Hvert þriðjudagskvöld yfir vetrartímann eru haldnir fundir hjá Aðaldeild (AD) KFUK að Holtavegi 28. Dagskrá fundanna er fjölbreytt, og margra góðra gesta  og fyrirlesara nýtur við. Á öllum fundunum eru sungnir fallegir söngvar sem mörgum eru kærir, og lesið er úr Guðs orði.
Konur á öllum aldri: verið hjartanlega velkomnar!