Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20 verður fundur hjá AD KFUM, í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28.
Efni fundarins er áhugavert, en það ber yfirskriftina „Að vera prestur í Noregi – Reynslan og upplifunin“. Viðtal verður tekið við séra Þráin Haraldsson, sem hefur starfað undanfarið sem prestur í Álasundi. Nýjasta tækni mun gera það kleift að viðtalið verður tekið gegnum internetið, og verður skjávarpað beint frá Noregi yfir á Holtaveg.
Þráinn starfaði lengi í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi, og hefur einnig starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hjallakirkju.
Stjórnun fundarins er í höndum Harðar Geirlaugssonar.
Að fundi loknum verður að venju boðið upp á kaffi og kaffiveitingar. Allir karlmenn á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir.