Næsta sunnudag, 29. janúar kl.20, verðu að venju sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: „Ávöxtur andans“ (Gal. 5:22-23) – Gegn slíku er lögmálið ekki.“ Ræðumaður kvöldins er Guðlaugur Gunnarsson.

Stjórnun og tónlistarflutningur er í höndum Bjarna Gunnarssonar og félaga, sem munu leika og syngja ljúfa tóna.

Að samkomu lokinni verður hægt að kaupa gos og sælgæti til styrktar KSS.

Allir eru hjartanlega velkomnir!