Þriðjudagskvöldið 24.janúar kl.20 verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, líkt og aðra þriðjudaga yfir vetrarmánuði.

Valgerður Hjartardóttir, djákni og  hjúkrunarfræðingur, verður gestur fundarins og segir frá starfi sínu.  Hún hefur starfað í mörg ár hjá hjúkrunarþjónustunni Karitas þar sem hún sinnir aðallega krabbameinssjúkum og unnið með syrgjendum.

Sigrún Gísladóttir stjórnar fundinum.

Kaffi og meðlæti verður á boðstólnum að vanda á vægu verði.

Fundir AD KFUK á þriðjudagskvöldum það sem af er vetri hafa heppnast vel og mæting hefur verið góð.