Þriðjudaginn 24. janúar hefja fræðslukvöld æskulýðssviðs göngu sína í húsi félagsins á Holtavegi 28. Nú í vor verða alls fjögur fræðslukvöld haldin, og bera yfirskriftina „Viltu vita meira?“.

Þessar samverur eru ætlaðar bæði leiðtogum í æskulýðsstarfi félagsins og öðrum áhugasömum. Samverurnar hefjast kl.17:30 Holtavegi 28 og standa til kl.19. Léttar veitingar verða í boði, og tekið verður á móti frjálsum framlögum fyrir þær.

Efni fyrsta fræðslukvöldsins þann 24.janúar er: „Biblían: Hvað er hún og hvað er hún ekki?“

Umsjón með fræðslukvöldunum hafa þeir Jón Ómar Gunnarsson æskulýðsprestur KFUM og KFUK, og Halldór Elías Guðmundsson æskulýðsfulltrúi félagsins.

Næstu fræðslukvöld verða haldin: 28. febrúar, 20.mars og 24. apríl.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. Verið velkomin!