Næstkomandi sunnudag, 22.janúar , verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík kl.20.

Yfirskrift samkomunnar er: „Að lifa í trú” (Hebr.11:1-3,6) – Ógerlegt er að þóknast Guði án trúar.

Ræðumaður verður séra Ólafur Jóhannsson. Hilmar Einarsson leikur á píanó á samkomunni og með honum syngja hinar ungu og efnilegu söngkonur, Anna Elísa, Jóhanna María, Þóra Björg og Perla, og stjórna einnig samkomunni.
Snorri Waage og Kristín Skúladóttir verða samkomuþjónar.

Að samkomu lokinni verður sælgætis- og gossala KSS-inga opnuð og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.