Í síðari hluta janúar hefur göngu sína á ný, lista – og handverkshópurinn „Skapandi!“, sem er æskulýðsstarf fyrir stráka og stelpur á aldrinum 11-13 ára.

Hópurinn hittist að jafnaði annan hvern fimmtudag í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík, frá kl.16-17:30 og vinnur að skemmtilegum verkefnum sem tengjast listsköpun, föndri, málun, bakstri og fleiru, ásamt því að kristileg hugleiðing er flutt á hverjum fundi.

Umsjón með starfinu hafa þær Guðlaug Jökulsdóttir og Arna Auðunsdóttir, sem báðar eru reyndir leiðtogar úr starfi KFUM og KFUK.

Fyrsti fundur Skapandi! er 26. janúar, en næstu fundir verða á eftirfarandi tímum: 9. febrúar, 23. febrúar, 8. mars, 22. mars og 29. mars.

Skapandi! fór einnig fram á nýliðnu haustmisseri, bæði á Holtavegi í Reykjavík og Sunnuhlíð á Akureyri, en þar var tekist á við mörg spennandi verkefni, á borð við kertamálun, formkökubakstur, stimplaföndur og ýmislegt fleira. Í starfinu í vor verður sambærileg, fjölbreytt dagskrá sem hentar afar vel krökkum sem finnst gaman að föndra og skapa.

 Þátttökugjald í Skapandi! er aðeins kr.3000, en skráning er hafin hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á netfanginu skrifstofa@kfum.is . Athugið aðeins gefst færi á plássi fyrir 15 þátttakendur í hópnum.