Vinsamlega athugið að flughálka er nú á bílastæði húss KFUM og KFUK við Holtaveg 28, og Vinagarð, leikskóla KFUM og KFUK.

Í morgun hafa margir, bæði fótgangandi vegfarendur og vegfarendur á bílum, lent í vandræðum á bílastæðinu vegna hálkunnar.

Von er á söndun á svæðinu um kl.15-16 í dag.

Gestum Þjónustumiðstöðvar að Holtavegi er bent á að leggja bílum sínum við Sunnuveg, þangað til bílastæðið verður sandað.

Bestu kveðjur,
starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK