Þriðjudagskvöldið 17.janúar kl.20 verður fyrsti fundur ársins 2012 hjá Aðaldeild (AD) KFUK haldinn í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

(Fundi AD KFUK fyrir viku síðan var aflýst vegna óveðurs og ófærðar).

Efni fundarins er:
„Ljósa” – Krístín Steinsdóttir rithöfundur kemur í heimsókn, les úr bók sinni og spjallar við gesti um innihald hennar.

Systurdóttir Kristínar, séra Arnþrúður Steinunn Björnsdóttir (Adda Steina) mun hafa hugleiðingu.

María Aðalsteinsdóttir sér um stjórnun fundarins.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í lok fundar á vægu verði,og allur ágóði rennur óskiptur til KFUK.

Allar konur á öllum aldri eru boðnar hjartanlega velkomnar á fundinn, og hvattar til að eiga góða og uppbyggilega stund saman.