Miðvikudaginn 18. janúar hefst gítarnámskeið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, bæði fyrir byrjendur, og fyrir lengra komna.

Námskeiðið er alls 8 skipti og er einu sinni í viku, klukkustund í senn, frá kl.17-18. Kennt verður í „Kennslustofunni“ í húsi félagsins á Holtavegi. Kennari á námskeiðinu er Hannes Þ. Guðrúnarson, en hann er gítarkennari í Tónlistarskóla Kópavogs og einnig sjálfstætt starfandi tónlistarmaður. Hann hefur einnig starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi.

Skráning er hafin hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á netfanginu
skrifstofa@kfum.is .

Leiðtogum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK býðst að sækja námskeiðið án endurgjalds, en almennt námskeiðsgjald er kr.14.500.

Allir sem eru áhugasamir og hafa gaman að tónlist eru hvattir til að sækja námskeiðið. Gítartónlist er er falleg áheyrnar og auðgar söng. Hún hefur gegnum árin nýst vel í starfi KFUM og KFUK, bæði í sumar-og vetrarstarfi.

Allar nánari upplýsingar um gítarnámskeiðið er hægt að fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, í síma 588-8899.