Á sunnudaginn kl. 20.00 verður fyrsta samkoma ársins 2012. Þema samkomunnar er: Tryggðin launuð og verður lagt út af Rutarbók í ræðu kvöldsins. Hljómsveitin Tilviljun? leiðir sönginn. Allir eru hjartanlega velkomnir. Eftir samkomuna eru gestir hvattir til að staldra við og eiga góða stund saman yfir kaffibolla!