Í dag, miðvikudaginn 28.desember kl.16:00 hófst flugeldasala í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

Flugeldasalan verður opin dagana 28.-31.desember, og á henni er hægt að festa kaup á flugeldum, bombum, blysum, stjörnuljósum og fleiru af ýmsum gerðum. Athugið að flugeldasalan verður staðsett í kjallara í suðurenda húss KFUM og KFUK að Holtavegi 28, gegnt leikskólanum Vinagarði.

Opnunartímar eru eftirfarandi:

–         28. des. kl. 16-22
–         29. des. kl. 16-22
–         30. des. kl. 13-22
–         31. des. kl. 10-16.

Allur ágóði flugeldasölunnar rennur til starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. 

Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim.

 Verið hjartanlega velkomin!