Nú er hægt að fá stórskemmtileg Ölvers-trépúsluspil í stærðinni A4 með 30 púslstykkjum í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

Axel Gústafsson, velunnari Ölvers á Akranesi hefur handgert púslin með fallegri mynd litmynd af Ölveri. Þau eru tilvalin jólagjöf, bæði fyrir börn og fullorðna og kosta aðeins kr. 3000. Allur ágóði af sölu púsluspilanna er til styrktar starfinu í Ölveri.