Munir af basar KFUK til sölu í Þjónustumiðstöð að Holtavegi

  • Mánudagur 12. desember 2011
  • /
  • Fréttir

Enn er til sölu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28 úrval muna af basar KFUK, sem haldinn var í upphafi aðventu.

Meðal þess sem enn er hægt að fá eru prjónavörur af ýmsu tagi, s.s. húfur (bæði á börn og fullorðna), tátiljur og sjöl; gullfallegt heklað jólaskraut, hitaplatta, dúka og margt fleira.

Þessar vörur eru gerðar af kunnri færni og vandvirkni KFUK-kvenna, sem standa árlega fyrir basarnum á þessum árstíma.

Allur ágóði sölu basarmunanna rennur til styrktar starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. Verið velkomin að líta við í Þjónustumiðstöðinni á Holtavegi og líta á úrvalið á aðventunni.