AD KFUM og KFUK-starfi á hausti lokið: Dagskrá hefst aftur 10.-12. janúar

  • Fimmtudagur 8. desember 2011
  • /
  • Fréttir

Hauststarfi aðaldeilda (AD) KFUM og KFUK lauk formlega síðasta þriðjudag, 6. desember með vel heppnuðum og vel sóttum aðventufundi KFUM og KFUK. Fundurinn hafði yfirskriftina „Trúin er að treysta“, og á honum var aldarminning Sigurbjörns Einarssonar biskups heiðruð.

Aðventufundurinn var sameiginlegur hjá deildunum tveimur, eins og löng hefð er fyrir, en AD-nefndir KFUM og KFUK skiptast á að undirbúa fundinn. Í ár var undirbúningur í höndum AD-nefndar KFUK, en hana skipa Margrét Möller, Þórdís K. Ágústsdóttir, María Aðalsteinsdóttir og Sigrún Gísladóttir.

Fyrsti fundur AD KFUK á nýju ári verður þriðjudaginn 10. janúar. Yfirskrift þess fundar er „Ég er hið lifandi vatn", en þá verður biblíulestur í umsjón Sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Stjórnun fundarins er í höndum Margétar Möller.
Fyrsti fundur AD KFUM á nýju ári verður fimmtudaginn 12. janúar.

Vordagskrá aðaldeilda KFUM og KFUK verður dreift til félagsfólks ásamt Fréttabréfi félagsins fyrir jólin.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar á fundi AD KFUK á þriðjudagskvöldum í húsi félagsins að Holtavegi 28, Reykjavík, og allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir á fundi AD KFUM á fimmtudagskvöldum á sama stað. Allir fundirnir hefjast kl.20.

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK þakkar nefndum og gestum AD KFUK og KFUM fyrir ánægjulegt samstarf í haust og hlakkar til starfsins að vori 2012.