Á sunnudagskvöldið, annan sunnudag í aðventu, 4.desember kl.20 verður samkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík, venju samkvæmt.
Yfirskrift samkomunnar er: „Hann kemur brátt!” (Hebr.10:35-37).

Samkoman verður bæna – og vitnisburðasamkoma, en þau Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir og Gunnar Bjarnason gefa vitnisburði sína.
Að samkomu lokinni verður sælgætis-og gossala KSS opnuð, og gestir eru hvattir til að eiga góða og notalega stund á öðrum sunnudegi í aðventu.
Allir á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir.