Í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík, er nú hægt að festa kaup á ljúffengu kaffi frá Kaffitári, til styrktar starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi.

Tvær gerðir af þessu vinsæla og góða kaffi eru til sölu, annars vegar Hátíðarkaffi (sjá nánar HÉR) og hins vegar „Níkaragúa Cortes“ (sjá nánar HÉR). Bæði eru seldar kaffibaunir og malað kaffi, en pokarnir eru allir 250 g.

Pokinn af Hátíðarkaffi er seldur á kr.1000 og pokinn af „Níkaragúa Cortes“ er seldur á kr.800.