Þriðjudagskvöldið 29. nóvember, verður fundur hjá AD KFUK kl.20, í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

Fundurinn er aðventufundur, í tilefni þess að aðventan er nú nýgengin í garð. Jólaundirbúningur verður í fyrirrúmi á fundinum.

Yfirskrift fundarins er: „Jólin að heiman“, en þrjár konur munu deila reynslu sinni af því að halda jól að heiman. Ein þeirra var búsett í Þýskalandi, önnur í Noregi og sú þriðja í Frakklandi.

Jólasaga verður sögð, Laufey G. Geirlaugsdóttir söngkona syngur aðventusöngva, og Kristín Sverrisdóttir segir frá vel heppnuðum basar KFUK sem var haldinn síðustu helgi. Einnig leiðir Kristín Sverrisdóttir bæn.

Jólaleg stemmning verður á fundinum, rauðir dúkar á borðum og ótal kertaljós.
Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma og lagtertur í lok fundarins. Tilvalið er að fagna aðventunni í hátíðarskapi í góðum félagsskap á Holtaveginum á þriðjudagskvöldið.

Allar konur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnar!