Laugardaginn 10. desember 2011 kl. 11.00-15.00 verður haldin hin árlega jólatréssala í Vindáshlíð. Þá gefst fólki tækifæri til að koma í Vindáshlíð og fella sitt eigið jólatré. Verð á jólatrjám er kr. 4000 óháð stærð. Gott er að taka með sér góða sög. Í matskála verður boðið upp á heitt súkkulaði, kaffi, piparkökur og kanilsnúða á vægu verði. Klukkan 13.00 verður stutt jólastund í matsal. Tekið er við kreditkortum. Allur ágóði af sölunni rennur í bílasjóð Vindáshlíðar. Hlökkum til að sjá þig í jólaskapi.