Í kvöld, þriðjudaginn 22.nóvember verður að venju fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20.

Á fundi kvöldsins verður biblíulestur í umsjá Sigríðar Jóhannsdóttur. Yfirskrift fundarins er: „Lind hjálpræðisins“.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í lok fundarins og tilvalið er að staldra við og eiga saman notalega og góða stund.

Allar konur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnar.