Í kvöld mættum við nokkur á Holtaveginn í hús KFUM&KFUK til að fara yfir kassa sem að bárust of seint. Búið er að fylla gáminn, nánast troðfylla hann, loka honum og læsa. Á morgun fer hann í sitt langa ferðalag austur til Úkraínu. Lokatala fyrir árið 2011 er 4.175 kassar. Við erum mjög ánægð með þá tölu, þetta er tæplega 500 kössum meira en við fengum í fyrra. Kærar þakkir enn og aftur fyrir að taka þátt og gefa jólagjafir til þeirra sem að minna mega sín. Og svo mun verkefnið að sjálfsögðu verða í boði aftur næsta haust 🙂