Lokaskiladagur Jóla í skókassa gekk framar vonum og í lok dagsins var búið að ganga frá 3954 jólagjöfum til barna í Úkraínu. Það voru glaðir en þreyttir aðstandendur verkefnisins sem héldu heim seint í gærkvöldi með þakklæti í hjarta til allra þeirra sem tóku þátt í verkefninu í ár.