Sunnudagskvöldið 13.nóvember verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: Senda-fara-boða-heyra-trúa“ (Róm.10:8-17). Ræðumaður kvöldsins er Halla Jónsdóttir, og hin fjöruga Gleðisveit sér um tónlistarflutning og stjórnun. Kynning verður á alþjóðaráði félagsins, en þá kynningu annast Sólveig Reynisdóttir
Eftir að samkomu lýkur verður sælgætis – og gossala KSS-inga opnuð.
Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að hefja nýja viku á notalegri og uppbyggilegri stund.