Í dag, föstudag, hefur mikið verið að gerast í húsi KFUM&KFUK við Holtaveg. Hingað hafa streymt hópar frá grunn- og leikskólum með skókassa með jólagjöfum fyrir börnin og unglingana í Úkraínu. Meðal annars komu hópar frá leikskólunum Vinagarði og Regnboganum, og einnig fengum við heimsókn frá Mýrarhúsaskóla, Waldorfskólanum og Ölduselsskóla.
Á morgun, laugardaginn 12. nóvember, er síðasti skiladagur fyrir verkefnið þetta árið. Þá er hægt að koma í hús KFUM&KFUK við Holtaveg 28, milli kl. 11:00 og 16:00, og skila skókassa. Þar mun fara fram sérstök myndasýning sem sýnir feril verkefnisins, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og hægt verður að setjast niður og lesa ferðasögur frá dreifingu kassanna frá liðnum árum. Allir eru hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að sjá og hitta þá sem að sjá sér fært að mæta til okkar á síðasta móttökudeginum okkar.