Vikan hefur liðið hratt og kassarnir streyma inn í aðalstöðvar KFUM&KFUK á Íslandi á Holtaveginum. Bæði eru einstaklingar að koma með skókassa og svo erum við líka að fá sendingar frá tengiliðum okkar úti á landi. Við höfum verið að vinna öll kvöld þessarar viku við að ganga frá kössum. Nú er búið að fara yfir u.þ.b. 1.000 kassa. Síðasti skiladagur í Reykjavík er á laugardaginn en hins vegar er síðasti skiladagur í dag á Suðurnesjum, og er það síðasti skiladagur úti á landi.
SUÐURNES:
Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK í Reykjanesbæ, Hátúni 36, föstudaginn 11. nóvember frá 15-17.
Tengiliður er Brynja Eiríksdóttir (845-4531/421-5678).