Á morgun, 12.nóvember, verður síðan lokaskiladagur verkefnisins Jól í skókassa, en það verður opið hús í KFUM og KFUK-húsinu við Holtaveg 28, Reykjavík frá kl. 11:00-16:00.
Í dag, föstudag, hefur mikið verið að gerast hér í KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg, hingað hafa streymt hópar frá grunn- og leikskólum með skókassa með jólagjöfum fyrir börn og unglinga í Úkraínu. Meðal annars komu hópar frá leikskólunum Vinagarði og Regnboganum, við fengum m.a. heimsókn frá Mýrarhúsaskóla, Waldorfskólanum og Ölduselsskóla.
Í gær, fimmtudag, var búið að ganga frá tæplega 1000 skókössum. Mörg hundruð kassar bíða þess að komast í gáminn. Í dag hafa bæst við nærri 600 kassar og fleiri væntanlegir í kvöld.
Allar nánari upplýsingar um Jól í skókassa er að finna á
www.skokassar.net