Hið árlega Léttkvöld Aðaldeildar KFUM verður haldið að Holtavegi 28 í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 17.nóvember næstkomandi kl.19:00.
Kvöldið er hluti af starfi Aðaldeildar KFUM og allir karlar eru hjartanlega velkomnir. Léttkvöldið verður með léttu og skemmtilegu sniði.
Auk þess er kvöldið mikilvægur liður í fjáröflun til styrktar nýbyggingu í Vatnaskógi. Glæsilegur kvöldverður verður reiddur fram, og boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Skógarmenn KFUM hafa umsjón með kvöldinu, en allur ágóði fjáröflunarinnar rennur í Skálasjóð Vatnaskógar.
Dagskrá kvöldsins:

  • Upprifjun frá Sæludögum í Vatnaskógi í sumar: Þóra Björg Sigurðardóttir og Hákon Arnar Jónsson
  • Happdrætti – glæsilegir vinningar
  • Skemmtiatriði: Skógarmenn bregða á leik með miklum tilþrifum
  • Kynning á stöðu nýbyggingu Vatnaskógar
  • Karlakór KFUM og KFUK syngur nokkur lög
  • Hugleiðing: Séra Sigurður Grétar Sigurðsson
  • Yfirkokkur: Haukur Árni Hjartarson

Verð er aðeins kr. 4.000.-
Matseðill kvöldsins:
Fordrykkur: Fleurs Linda
Forréttur: Vestfjarðasilungur la truite í skógarsósu
Aðalréttur: Fylltar svínalundir de porc með létt steiktu grænmeti og kartöflugratín a la Haukur
Eftirréttur: Súkkulaðikaka camp d’été pour le chocolat með þeyttum rjóma og berjasósu
Allir karlmenn eru hvattir til að mæta og eiga góða kvöldstund og styðja við nýbyggingu í Vatnaskógi.
Hægt að skrá sig á Léttkvöldið í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á http://skraning.kfum.is/
Einnig er hægt að ganga frá skráningu með því að senda póst á: skrifstofa(hjá)kfum.is
Athugið: Léttkvöldið hefst kl.19:00 en ekki kl. 20:00 eins og vani er með AD KFUM-fundi sem eru haldnir á vegum KFUM og KFUK á Íslandi öll fimmtudagskvöld yfir vetrartímann.

Skógarmenn KFUM -Vatnaskógi
Ársæll Aðalbergsson
Framkvæmdastjóri
Holtavegi 28,
104 Reykjavík
s. 588-8899