Í kvöld, þriðjudaginn 8. nóvember, verður að venju fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK, en fundurinn verður á óvenjulegum stað, í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 20.
Séra Íris Kristjánsdóttir tekur á móti gestum og mun sjá um fundarefni kvöldsins. Hún kynnir kirkjuna sína, störf sín og áhugamál. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í lok fundar.
Mæting er í Hjallakirkju (Álfaheiði 17, Kópavogi) kl.20.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að mæta og eiga notalega og uppbyggilega kvöldstund í Hjallakirkju.