Næsta sunnudag, þann 6. nóvember verður sunnudagssamkoma kl.20 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Yfirskrift samkomunnar er : "Jarðneskt líf – himnesk von" (Opinb. 7:9-12).
Ræðumaður kvöldsins er séra Íris Kristjánsdóttir, en Bjarni Gunnarsson og félagar munu sjá um tónlist og undirleik söngs. Samkomuþjónar verða þau Maja og Auðunn.
Eftir að samkomu lýkur verður sælgætis-og gossala KSS-inga opnuð.
Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að eiga saman notalega og góða stund í upphafi nýrrar viku.