Í kvöld, fimmtudaginn 3.nóvember kl.20 verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUM í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík.
Efni fundarins er að þessu sinni „Framtíð þjóðkirkjunnar“, og er í umsjá Dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Fundarstjóri verður séra Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur KFUM og KFUK á Íslandi.
Að fundi loknum verður að venju boðið upp á kaffi og kaffiveitingar. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta og eiga saman góða og uppbyggilega stund.