Í kvöld, þriðjudaginn 1.nóvember kl. 20 verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, líkt og aðra þriðjudaga yfir vetrartímann.
Yfirskrift fundarins í kvöld er „Leiðtogar af lífi og sál“, og Ragnhildur Gunnarsdóttir mun segja frá og minnast frænku sinnar, Kristínar Jóhannesdóttur. Sigrún Gísladóttir stjórnar fundinum.
Kaffi og veitingar verða í boði á vægu verði í lok fundarins að venju.
Allar konur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að mæta!