Jól í skókassa-verkefnið nær nú brátt hámarki, en söfnun skókassa er í fullum gangi í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Verkefnið er nú framkvæmt áttunda árið í röð og gengur sem fyrr út á að fá fólk á öllum aldri til að útbúa og gefa skókassa í jólapappír með jólaglaðningi, fyrir fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu.

Margir fallegir skókassar með góðum gjöfum hafa borist undanfarið og er einkar ánægjulegt að sjá að gefendur eru á öllum aldri. Margir grunnskólar á landinu taka þátt í verkefninu, og sumir gefenda hafa haft orð á því að þeir hafi verið að safna dóti til að gefa til verkefnisins allt síðasta ár.

Lokaskiladagur Jól í skókassa er laugardagurinn 12.nóvember í Reykjavík, og laugardagurinn 5.nóvember á landsbyggðinni. Upplýsingar um móttökustaði á landsbyggðinni er að finna hér á heimasíðunni („Móttökustaðir„).

Undanfarin ár hafa skókassar sem borist hafa til Jól í skókassa glatt ótalmörg bágstödd börn í Úkraínu.

Leiðbeiningar um það hvernig útbúa skal skókassa er einnig að finna hér á heimasíðunni („Upplýsingar„).

Margt smátt gerir eitt stórt!