Í kvöld, fimmtudaginn 20. október, verður fundur hjá AD (aðaldeild) KFUM, líkt og aðra fimmtudaga yfir vetrartímann, kl.20 í húsi KFUM og KFUK á Íslandi að Holtavegi 28.
Halldór Elías Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK á Íslandi og djákni, hefur umsjón með efni kvöldsins, „Að upplifa hamfarir – Haítí 2010“.
Fundarstjóri verður Ársæll Aðalbergsson. Undirleikur kvöldsins verður í umsjá Sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar.
Eftir að fundi lýkur verður kaffi og kaffiveitingar í boði á vægu verði, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund.
Allir karlmenn á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir.