Á sunnudagskvöldið næsta, 16.október, verður að venju samkoma í húsi KFUM og KFUK kl.20.
Dagskrá samkomunnar verður prýdd hæfileikafólki.
Um tónlistarflutning og stjórnun sjá Hilmar Einarsson og sönghópur, þær Jóhanna María, Þóra Björg, Anna Elísa og Perla.
Ræðumaður kvöldsins er Ólafur Jóhannsson, en yfirskrift samkomunnar er: Uppgjör og hreinsun (Jes. 1:16-17).
Hreiðar Örn Stefánsson segir frá norrænu unglingamóti KFUM og KFUK sem haldið var síðastliðið sumar og hann sótti sem fararstjóri íslensks ungmennahóps.
Í lok samkomu verður sælgætissala KSS-inga opin, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman notalega og góða stund í upphafi nýrrar viku.
Allir eru hjartanlega velkomnir.