Næsta þriðjudag, verður haldinn fundur hjá AD KFUK, og mun hann helgast af því að Kristniboðsflokkur KFUK fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir.
Kristín Möller mun byrja fundinn með orði og bæn. Guðfinna Guðmundsdóttir segir þá frá stofnun Kristniboðsflokksins og Vilborg Jóhannesdóttir mun lesa sögur frá tveimur Kristniboðsþingum. Þetta verða örugglega skemmtilegar og uppbyggilegar frásögur frá því „í gamla daga“.Katrín Guðlaugsdóttir kristniboði verður með hugleiðingu.
Stjórnun fundarins er í höndum Margrétar Möller.
Boðið verður upp á kaffi og kaffiveitingar Kristniboðsflokkskvenna og mun allir ágóði renna til Kristniboðsins, og eru frjáls framlög vel þegin.
Allar konur, yngri sem eldri, eru hvattar til að fjölmenna á fundinn.