Ungbarnaflokkurinn er fyrir mömmur með ung börn að tveggja ára aldri. Flokkurinn verður haldinn frá fimmtudegi til föstudags, 13.- 14. október 2011. Dagskrá flokksins er eftirfarandi:
Fimmtudagur 13. október
13.00 mæting og heitt á könnunni
14.00 Stimplar á hendur og fætur
15.30 kaffi
17.00 Hugleiðing
19.00 Kvöldmatur
Létt axlarnudd fyrir mæður. Anna Peta Guðmundsdóttir, nuddari
Kaffi og kósýkvöld

Föstudagur 14. október
9.30 Morgunmatur
10.30 Stubbanudd. Elsa Ruth Gylfadóttir.
12.00 Hádegismatur
13.30 Tónagull. Rannsóknagrundað tónlistaruppeldi frá fæðingu. Helga Rut Guðmundsdóttir. Lektor í tónmennt við Menntavísindasvið HÍ
Kaffi
Heimferð.
Stjórnendur ungbarnaflokks: Tinna Rós Steinsdóttir og Hjördís Rós Jónsdóttir.

Nauðsynlegur farangur: sæng, koddi, lak, handklæði, tannbursti, tannkrem, snyrtidót, náttföt, inniskór, lopapeysa, útiföt, barnavagn eða ferðarúm. Gott er að taka með sér matarstól, leikteppi, ungbarnaleikföng og fleira sem tilheyrir litlum krílum.