Næsta sunnudagskvöld, 9. október verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20 líkt og önnur sunnudagskvöld yfir vetrartímann.
Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni „Ákall úr djúpinu“ (Sálm. 130). Ræðumaður kvöldsins er Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
Um tónlistarflutning og stjórnun sér hin fjöruga Gleðisveit, sem mun flytja ýmis skemmtileg lög, bæði frumsamin og önnur.
Í lok samkomu verður sælgætissala KSS-inga opin, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega stund.
Allir á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir.