Í haust verða í boði gítarnámskeið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík, á þriðjudögum, bæði fyrir byrjendur og lengra koma.
Námskeiðin hefja göngu sína næsta þriðjudag, 11.október.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur:
Á námskeiðinu verða kenndir algengustu hljómar á gítar, undirleikur við söng og hvernig á að stilla hljóðfærið. Námskeiðið tekur átta vikur, og er ein klukkustund í senn og verður kennt á þriðjudögum kl. 18-19. Um hópkennslu er að ræða, en 10-15 nemendur eru í hóp. Námskeiðsgjald er kr. 14.500 kr., en KFUM og KFUK býður sjálfboðaliðum í æskulýðsstarfi félagsins á námskeiðið.
Gítarnámskeið fyrir lengra komna:

Kenndir verða allir venjulegir hljómar, breyttir hljómar og þvergrip. Farið verður ítarlega í tóntegundaskipti og hljómaáslátt og plokk. Námskeiðið tekur átta vikur, er ein klukkustund í senn og verður kennslan á þriðjudögum kl. 17-18. Um hópkennslu er að ræða, 10-15 nemendur í hóp. Námskeiðsgjald er kr. 14.500 kr. KFUM og KFUK býður sjálfboðaliðum í æskulýðsstarfi félagsins á námskeiðið.

Kennari á námskeiðunum er Hannes Þ. Guðrúnarson.

Skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með því að senda tölvupóst á skrifstofa@kfum.is

Frekari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Hannesi ( hannesg@mi.is) eða Jóni Ómari Gunnarssyni (jonomar(hja)kfum.is).