Næsta miðvikudag, þann 12.október verður námskeiðið Verndum þau haldið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl.17:30.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa á meðal barna og ungmenna. Stór hluti starfsmanna og sjálfboðaliða KFUM og KFUK á Íslandi hefur þegar sótt námskeiðið, og er von til þess að enn fleiri bætist í hópinn.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig bregðast skal við grun um hvers kyns ofbeldi eða vanrækslu gegn börnum eða unglingum. Afar mikilvægt er að þau sem starfa með börnum og unglingum þekki viðeigandi viðbrögð, komi slík mál upp í starfinu.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á skrifstofa@kfum.is eða í síma 588-8899 (Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK).
Kennari á námskeiðinu verður Ólöf Ásta Farestveit, sem hefur víðtæka reynslu af barnaverndarmálum, og er annar af tveimur höfundum bókarinnar Verndum þau.
Boðið verður upp á kvöldmat á námskeiðinu.
Námskeiðið er starfsmönnum og sjálfboðaliðum KFUM og KFUK að kostnaðarlausu.

Næsta Verndum þau – námskeið verður svo haldið á Hornafirði þann 25.október.