Mikil þörf er á að grisja skóginn og gera hann aðgengilegri. Mörg verkefni má nefna í því samhengi, til dæmis að halda við og merkja þá stíga sem hafa verið gerðir um skóginn auk þess að fjölga þeim. Klippa þarf greinar og tré sem byrjuð eru að vaxa inn á stígana. Klippa greinar sem vaxið hafa inn á Oddakotsstíg. Breikka veginn sem liggur niður að hlað, með því að klippa tré og greinar þannig að bílar eigi auðveldara með að mætast. Eins má auka fjölbreytni í skóginum með gróðursetningu og fjölbreyttum botngróðri. Meðal annars er von á eplatrjám sem munu verða gróðursett í Vatnaskógi
Ein hugmynd var að hafa 3000 króna ársgjald sem myndi renna til kaupa á verkfærum, svo ef vel gengur er jafnvel hægt að selja einhverjar afurðir úr skóginum. Félagið mun ekki hafa stjórn heldur heyrir undir stjórn Skógarmanna KFUM.
Fyrsta grisjunarferðin er ákveðin og verður hún 22. október þar sem annarsvegar göngustígar um svæðið verða lagaðir og bættir og hinsvegar verður ráðist í að klippa og saga tré og greinar sem eru farnar að þrengja heimreiðina inn á svæðið.
Hægt er að skrá sig í Skógræktarfélagið hjá KFUM og KFUK í síma 588-8899 og bæta netfanginu sínu á lista til að fá tilkynningar um hvað sé á döfunni hverju sinni.