Næsta sunnudag, þann 2.október kl. 20, verður fyrsta sunnudagssamkoma vetrarins haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Yfirskrift samkomunnar er ,,Rist í lófa Guðs!“ ( Jes. 49:13-16a).
Ræðumaður kvöldsins er Auður Pálsdóttir, stjórnarkona í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi og aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ. Um tónlistarflutning kvöldsins sér hin stórskemmtilega hljómsveit Tilviljun?, sem hefur verið afar virk á ýmsum vettvangi undanfarið, og stóð m.a. nýlega fyrir styrktartónleikum vegna hungursneyðar í Suður-Afríku. Fulltrúar íslenska Ten Sing-hópsins munu fjalla um mót sem þau sóttu í Þýskalandi í sumar.
Eftir samkomu verður sælgætis-og gosdrykkjasala KSS opin.
Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna, og hvattir til að eiga notalega stund við upphaf vetrardagskrár fullorðinsstarfs KFUM og KFUK.