Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í ungbarnaflokk í Vindáshlíð. Aðeins örfá pláss laus. Ungbarnaflokkurinn er fyrir mömmur með ung börn að tveggja ára aldri. Flokkurinn verður haldinn frá fimmtudegi til föstudags, 13.- 14. október 2011. Verð aðeins 5000.- krónur á móður, með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Nánari upplýsingar og bókanir á www.kfum.is og í síma 588 8899.
Fimmtudagur 13. október
13.00 mæting og heitt á könnunni
14.00 Stimplar á hendur og fætur
15.30 kaffi
17.00 Hugleiðing
19.00 Kvöldmatur
Létt axlarnudd fyrir mæður. Anna Peta Guðmundsdóttir, nuddari
Kaffi og kósýkvöld

Föstudagur 14. október
9.30 Morgunmatur
10.30 Ungbarnanudd. Stimplar á hendur og fætur
12.00 Hádegismatur
13.30 Tónagull. Rannsóknagrundað tónlistaruppeldi frá fæðingu. Helga Rut Guðmundsdóttir. Lektor í tónmennt við Menntavísindasvið HÍ
Kaffi
Heimferð.
Stjórnandi ungbarnaflokks: Jessica Leigh Andrésdóttir

Nauðsynlegur farangur: sæng, koddi, lak, handklæði, tannbursti, tannkrem, snyrtidót, náttföt, inniskór, lopapeysa, útiföt, barnavagn eða ferðarúm.