Í haust verður í boði spennandi nýjung í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, „Skapandi!“, sem er lista – og handverkshópur fyrir stráka og stelpur á aldrinum 11-13 ára. Hópurinn verður bæði starfræktur í Reykjavík (að Holtavegi 28) og á Akureyri (í Sunnuhlíð 12). Aðeins 15 börn komast að í hvorn hóp.
Meðal þess sem verður á spennandi dagskrá Skapandi! er: teikning, bakstur, kökuskreytingar, Origami-föndur, kertamálun og ýmiss konar handavinna. Hópurinn er tilvalinn fyrir 11-13 ára börn sem hafa áhuga á handavinnu og listsköpun. Þátttökugjald er kr.3000. Fullt er orðið í hópinn á Akureyri.
Í Reykjavík fara fundir Skapandi! fram annan hvorn fimmtudag kl.16-17:30, og er fyrsti fundur 29.september. Umsjón hafa Guðlaug Jökulsdóttir, Arna Auðunsdóttir, Helga Sif Helgadóttir og Bára Sigurjónsdóttir.
Á Akureyri fara fundir Skapandi! fram annan hvorn fimmtudag kl.17-18:30, en fyrsti fundur er 22.september.
Skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og HÉR. Einnig fást nánari upplýsingar um Skapandi! hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK.