Í vetur býður KFUM og KFUK upp á lista – og handverkshópinn Skapandi! fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Hópurinn hittist aðra hverja viku og tekur þátt í ýmiss konar skapandi verkefnum á borð við kökuskreytingar, föndur og skartgripagerð. Efnisgjald er kr. 3.000 og eru 15 pláss í boði á hvorum stað. Skráning er hafin og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
Fullt er orðið í hópinn á Akureyri, en skráning í Skapandi! í Reykjavík (Holtavegi 28) fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og HÉR. Nánari upplýsingar veitir Hjördís Rós Jónsdóttir, hjordis@kfum.is .
Fyrsti fundur í Skapandi! á Akureyri er 22. sept kl. 17-18.30 og er svo annan hvern fimmtudag (6.október, 20. október, 3.nóvember og 17. nóvember, og loks er lokasamvera 1. desember).
Fyrsti fundur í Skapandi! í Reykjavík er fimmtudaginn 22.september kl.16-17:30