Á morgun, þriðjudaginn 9.ágúst hefst Listaflokkur í Ölveri, fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára. Flokkurinn stendur yfir dagana 9.-12.ágúst.
Þar verður fjölbreytt og spennandi dagskrá í boði en sérstök áhersla er lögð á listir og skapandi vinnu: Stomp og taktþjálfun, dans og freestyle, leiklist og framkoma, hannyrðir og föndur, kökuskreytingar, tónlist, myndlist og skúlptúrgerð. Markvisst er unnið með jákvæða sjálfsmynd og það að virkja og benda á hæfileika hverrar og einnar.
Að sjálfsögðu verða dagskrárliðir á borð við útivist, íþróttir, kvöldvökur, fræðslustundir og leik einnig í boði.
Nokkur pláss eru enn laus í þennan spennandi flokk!
Verð er kr.26000 og er allt eftirfarandi innifalið í verðinu: efniskostnaður, fæði, gisting og rútuferðir frá og til Reykjavíkur.
Brottför er kl.11 þriðjudaginn 9.ágúst frá Holtavegi 28 í Reykjavík, og áætluð heimkoma er föstudaginn 12.ágúst kl.20:30 að sama stað. Hægt er að ganga frá skráningum í Listaflokk bæði í gegnum http://skraning.kfum.is/ og hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.