Síðustu þrjá sólarhringa hefur Vatnaskógar iðað af lífi, en hátt í 2000 manns hafa verið á Sæludögum sem hófust á fimmtudaginn fyrir Verslunarmannahelgi. Kvöldvökur, gospelkór, tónleikar, knattspyrna og vatnafjör eru meðal þess sem hefur staðið gestum staðarins til boða. Þrátt fyrir óheppilega veðurspá og nokkra vætu fyrri part helgarinnar hafði hún lítil áhrif á mótsgesti og nú í dag, sunnudag hefur ekki komið dropi úr lofti.
Nokkrar myndir af Sæludögum hafa verið settar á vef KFUM og KFUK á slóðina http://www.kfum.is/gallery2/main.php?g2_itemId=150340.
Þá viljum við hvetja mótsgesti til að hjálpa okkur að gera Sæludaga enn betri á næsta ári með því að svara stuttri könnun um helgina á slóðinni http://www.surveymonkey.com/s/PKVDQ9Q.