5. dagur 6. flokkur
Morgunmaturinn hófst kl. 10:00 í stað 09:30 vegna útsofs. Jafnt og þétt kom þema dagsins í ljós en það var Harry Potter! Starfsmenn klæddu sig í gerfi ólíkra persóna úr bókunum um Harry og vini hans í Hogwarts. Eftir morgunmat var hefðbundin fánahylling og Biblíulestur, eftir hann voru brennóleikir, störukeppni og einnig var hægt að fá andlitsmálun sem Harry Potter (ör og gleraugu) inni í setustofu.
Hringt var inn í hádegismat kl. 12:30 og í matinn var grjónagrautur og rúgbrauð. Eftir mat var farið í Amacing Race, þá þurftu herbergin að vinna saman til að leysa þrautir og safna inn stigum (mismunandi mörg stig fyrir ólíkar þrautir). Eftir leikinn gæddu þær sér á gulrótaköku og djús.
Eftir hádegismat var annar leikur í boði og hann var meira í takt við þema dagsins en það var hinn eini og sanni Harry Potter leikur! Þá voru allir foringjar komnir í búning og búnir að koma upp ýmsum stöðvum þar sem stúlkurnar gátu unnið töfrasprota og útbúið töframeðul og duft. Þegar þær höfðu byrgt sig upp af töfrahlutum þá þurftu þær í sameiningu að berjast við hinn illa Voldimort og fylgdarmenn hans.
Leikurinn gekk vel og eftir hann voru blásnir upp fleiri hoppukastalar og við tók frjáls leikur fram að kvöldmat. Í kvöldmat var lasagnia og grænmeti. Að kvöldmat loknum var kósý-video kvöld þar sem stúlkurnar fengu að horfa á Sidney White sem er bíómynd um stelpu sem fer í menntaskóla og lærir meðal annars um sanna vináttu. Stúlkurnar fengu popp og ávexti að narta í yfir myndinni.
Eftir kósý-videó hófst óhefðbundin hugleiðing jól í júlí. jólasveinn kíkti í heimsókn, stúlkurnar fengu piparkökur og hlustuðu á jólaguðspjallið. Eftir hugleiðingu fengu þær að tannbursta sig læknum ef þær vildu og ró var komin í húsið um miðnætti.
Við þökkum fyrir enn einn frábæran dag í Vindáshlíðinni