Það voru 38 hressar stelpur sem komu hingað til okkar í gær. Dagurinn í gær fór að mestu í að kynnast staðnum og hver annarri. Stelpurnar fóru í könnunarleiðangur um svæðið en fengu svo að fara í heita pottinn fyrir kvöldmatinn sem þær borðuðu með bestu lyst. Á kvöldvökunni sáu foringjarnir um skemmtunina, farið var í leiki, sýnt leikrit, stelpurnar fengu að sjá myndasýningu um hvernig Ölver var í gamla daga og heyrðu sögur um Kristrúnu stofnanda sumarbúðanna. Þá gerðist svolítið óvænt, allir foringjarnir höfðu týnt náttbuxunum sínum og þurftu stelpurnar að fara út í skóg að leita af þeim, þegar þær höfðu fundið réttu buxurnar vissu þær hver bænakona þeirra yrði. Það gekk ótrúlega vel að koma þeim í svefn og fengu öll herbergin þrjár stjörnur og broskall fyrir svefninn. Í dag hafa stelpurnar borðað morgunmat, hyllt fánann, farið á biblíulestur og eru þær núna að keppa í brennó úti í íþróttahúsi. Fleiri fréttir af ævintýrum héðan koma svo síðar…..

Erla Björg forstöðukona