Allt hefur gengið vel og drengirnir kunna vel við sig í flölbreyttum verkefnum. Eingöngu 38 drengir eru í flokknum og setið er við þrjú borð. Tveir foringjar sinna hverju borði. Drengirnir gista í norðurálmu Birkiskála.
Nú þegar hafa margir fótboltaleikir verið spilaðir. Keppt hefur verið í spjótkasti, kúluvarpi, 60m og 400m hlaupi. Bátarnir hafa verið opnir allan tímann og drengirnir einnig verið duglegir að vaða.
Einnig hafa verið þythokkí- og borðtennismót. Fyrsta kvöldvakan var eftirminnileg og skemmtileg.
Nýtt leikrit var fumsýnt. Bikarakynning, framhaldssaga og hugleiðing voru á sínum stað auk þess sem sungið var af krafti. Drengjunum gekk vel að koma sér í ró og sváfu vel fyrstu nóttina.